Fara í efni
Umræðan

Strákarnir á hárblásaranum

Einu sinni er ungur ég var, þá þótti mér gaman að leika mér með hár.

Í skólaferðalagi nokkru á þeim tíma, var ég að blása hár og greiða bekkjasystkinum og gott ef ég var ekki bara nokkuð góður í því.

Síðar frétti ég hjá einni bekkjasystur að þau hefðu öll verið viss um að ég væri samkynhneigður vegna þess að ég var að greiða og blása hár.

En jæja, það er nú orðið langt síðan, svo langt að Like a Virgin með Madonnu var nýtt lag og ekkert lag komið á Madonnu. … já þetta var þá, getum við sagt okkur til varnar og að við vorum ekki komin lengra.

Í dag þykjumst við vera komin lengra. Þó held ég að við séum ekki komin eins langt og við höldum. Og í einhverjum tilfellum erum við með einhverja yfirborðsmennsku út á við, sem svo breytist þegar við erum innan veggja heimilisins.

Þar hafa veggirnir eyru.

Hér er lítil saga (samt stór)

Ég er að koma upp úr einu af böðunum sem eru hér á Norðurlandi og er í búningsklefa. Í næsta bás eru karlmenn með drengi sína að klæða sig líka. Strákarnir eru c.a. á fermingaraldri. Annar þeirra fer að blása á sér hárið.

  • „Heyrðu (nafn á þekktum íslenskum karlmanni sem er samkynhneigður) hvað er eiginlega að þér, viltu hætta þessu!“

Strákurinn hætti þessari stórhættulegu iðju. Í kjölfarið fóru feðurnir tveir að tala illa um þennan nefnda karlmann. Fóru svo að tala um karlmann sem vann við bílaviðgerðir og það væri sko toppmaður!

Þetta er sönn saga – einungis er sleppt að fara út í smáatriði til varnar fólki og stöðum.

Því miður!!

Saga þessi gerðist reyndar fyrir svona fjórum árum en þá þóttumst við vera komin svo lang í samfélaginu með umburðarlyndið. Burtu með fordóma með Botnleðju var samt búið að fara út fyrir okkar hönd í Eurovision...

Það eru þessir einstaklingar sem skapa heim fullan af fordómum og ógeði. Í þessu tilfelli: karlar á fertugsaldri með drengi sína á ansi viðkvæmum aldri.

Þessi minning poppaði upp þegar ég sá einstakling vera að deila á Facebook að ungir drengir, 12-15 ára hefðu verið með homophobia í bíó….

Hann spyr:

  • Kæra foreldri. Hvað sér barnið þitt? Hvað heyrir barnið þitt?
  • Veist þú hver er að tala við barnið þitt og veist þú hvað barnið þitt er að segja?

Setjum aðeins þessar spurningar í samhengi við söguna mína.

Ég ætla að leyfa hverjum og einum að svara fyrir sig.

Pétur Guðjónsson er viðburðastjóri og leikstjóri

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03