Fara í efni
Umræðan

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri samþykkti í byrjun september sl. að setja á stofn hóp til að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landsambands eldri borgara er varðar réttinda og kjaramál.

Í hópnum eru 9 manns, fjórar konur og fimm karlar og er þess gætt að í honum séu fulltrúar margra hópa og stétta til að sjónarmið sem flestra komi fram í starfi hópsins.

Fram fór mikil umræða á vordögum um nauðsyn þess að stofna nefnd/ráð til að sinna málefnum tengdum afkomu aldraðra og þeirra baráttumálum hér á Akureyri.

Af hverju er það nauðsynlegt?

a) Til að vekja menn til umhugsunar um stöðu eldri borgara.

b) Til að vinna í málum sem snúa að kjörum og réttindum.

c) Stuðla að fræðslu þeirra sem eru aldraðir um sína möguleika.

d) Nota aflið sem þessi fjölmenni hópur hefur til að ná sínu fram.

e) Gera kröfur á ríki og sveitarfélög um meiri gæði fyrir eldri borgara.

f) Gera kannanir. Hvað vilja menn að barist sé fyrir í kjara og réttindamálum á svæðinu og á landsvísu?

En einhverjir spyrja, af hverju að stofna svona ráð, sér ekki landsamband eldri borgara um þetta fyrir okkur?

Það skal tekið fram að þetta er ekki sett fram vegna óánægju með þeirra störf heldur til að skoðanir eyfirskra eldri borgara fái hljómgrunn og gert til að styrkja það starf sem unnið er á landsvísu. Til að halda fram sérmálum þeirra sem búa á landsbyggðinni t.d vegna ferðakostnaðar vegna minnkandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

En hvernig á þessi hópur að vinna?

Hópurinn hefur sett sér það markmið að leggja grunn að starfinu fyrir áramót. En verkefnið tekur örum breytingum og verður því í stöðugri endurskoðun.

Við í hópnum vonum að félagar í EBAK og aðrir eldri borgarar komi með hugmyndir til okkar sem við getum unnið með og sett okkur i gírinn til að sinna þeim ærnu verkefnum sem bíða okkar eldri borgara ekki bara hér á Akureyri heldur um allt land.

En hvaða málefni brenna á okkur?

a) Of lágur lífeyrir?

b) Ósanngjarnar skerðingar á lífeyri frá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.

c) 25.000 kr. skerðingarmörkin vegna lífeyristekna. Sama tala hefur verið í mörg ár og auknar skerðingar út af hækkun á lífeyristekjum.

d) Eldri borgarar eru skattpíndir sem aldrei fyrr.

e) Margir aldraðir eiga smá sparifé, þeim er hengt fyrir það.

f) Húsnæðismál aldraðra er hjá mjög mörgum í miklum ólestri.

g) Fjöldi eldri borgara dregur fram lífið með tekjur langt undir fátækramörkum.

h) Margt annað er hægt að nefna en þetta er brot af þeim málum sem við munum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til úrbóta.

Hvernig er hægt að virkja þennan fjölda sem eru orðnir eldri borgarar?

Sá hópur fer sífellt stækkandi. Greiðslur frá TR 2012 voru til um 29.000 manns en voru ornir í kringum 42.700 árið 2022

a) Með könnunum.

b) Með fræðslunámskeiðum t.d. fyrir þá sem eru að fara á eftirlaun. Er það ekki eitthvað sem EBAK ætti að standa fyrir t.d í samvinnu við stéttarfélög, lífeyrissjóði, Tryggingastofnun og fleiri?

c) Með fundum sem yrðu boðaðir með alþingismönnum og bæjarfulltrúum.

d) Setja á stofn litla umræðuhópa um einstök málefni sem síðan yrði kynnt fyrir öllum félagmönnum.

e) Að hafa viðtalstíma þar sem fólk gæti komið með sín mál og fengið fræðslu og ráðgjöf.

Hvernig er hægt að vekja ráðamenn og láta þá skilja að við meinum það sem við segjum?

a) Erum við alltof hóvær í okkar málflutningi?

b) Sýnum við of mikla hlýðni?

c) Nennum við ekki að berjast fyrir okkar málum?

d) Eru okkar samtök nógu sterk?

e) Er okkar forustufólk ekki nógu beitt og hávært?

f) Hvenær heyrðum við síðast í formanni okkar á landsvísu?

g) Erum við ekki nógu djúsí fyrir fjölmiðlana?

h) Erum við ekki nógu öflug á samfélagsmiðlum?

i) Er verið að setja upp í okkur dúsu um heilbrigði og afþreyingu, að það bjargi öllu en tala ekki um þá sem svelta og hafa það skítt?

Það var ágætt að hafa á fundinum formann landsambandsins og formann kjarahóps landsambandsins. Því að við teljum að landsambandið eigi að hlutast til um að koma á fót svona hóp í hverju félagi til að efla vitundina um réttindi og kjör eldri borgara. Við hér í Eyjafirði munum ekki líða að allar ákvarðanir verði teknar um þessi mál á höfuðborgarsvæðinu. Það er líf á landsbyggðinni og við munum halda því á lofti innan samtakanna.

Fundurinn var upphaf að því starfi sem nú verður sett af stað í kjaranefnd EBAK. Við teljum eðlilegt að landsambandið kalli fulltrúa félaganna til fundar um réttindi og kjaramál t.d. á TEAMS til að allir sætu við sama borð.

Þó að það séu margir í röðum eldri borgara þá er það nauðsynlegt að efla samstarfið við forsvarsmenn stóru launþegasamtakana sem eru að undirbúa komandi kjarasamninga?

Eitt af okkar verkefnum verður að kalla formenn stéttarfélaga hér á Akureyri á fund til að heyra frá þeim hvað þau vilja og ætla að gera í næstu samningum til hagsbóta fyrir okkur eldri borgara.

Við höfum ekki verið nógu vakandi og jafnvel kærulaus í að nota ekki kraft stéttarfélaganna meira en gert hefur verið. Þekki það af eigin reynslu eftir að hafa starfað í forustu fyrir stórum heildarsamtökum í mörg ár að samstarfið hefur ekki verið nógu mikið. Hefur forusta eldri borgarar e.t.v. talið sig geta varið kjörin ein og sér. Ég held að það hafi gerst og þannig hafi tengslin við verkalýðshreyfinguna minkað. Þessu þarf að breyta.

En ágætu eldri borgarar haldið okkur í hópnum við efnið, þetta er upphafið en það er langt í að réttlætinu verði náð, stöndum saman í baráttunni því það mun skila árangri.

Björn Snæbjörnsson er formaður kjarahóps EBAK.

Ég kýs Katrínu

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. maí 2024 | kl. 06:00

Nýtum kosningaréttinn!

Halla Tómsdóttir skrifar
27. maí 2024 | kl. 15:40

Okkur tókst það ógerlega

Ásdís Rán skrifar
27. maí 2024 | kl. 15:30

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifar
26. maí 2024 | kl. 13:45

Þarf forseti Íslands að vera góð manneskja?

Kjartan Ólafsson skrifar
24. maí 2024 | kl. 16:45

Um orkuöryggi og orkuskipti

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
23. maí 2024 | kl. 10:51