Fara í efni
Umræðan

Opið bréf til bæjarstjórnar Akureyrar

Þolinmæði mín er á þrotum.

Sem hesthúseiganda í hesthúsahverfinu í Breiðholti ofan Akureyrar tel ég mig knúinn til að senda þetta erindi.

Þannig er að fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan hafði ég samband við framkvæmdamiðstöð Akureyrar útaf ömurlegu ástandi gatna í hesthúsahverfinu mínu (Breiðholtshverfinu) svo vægt sé til orða tekið og hefur svo í raun verið í mörg ár.

Á hverju ári hefur bærinn hrækt í viðhald í hverfinu með heflun sem virkar ekki nema í nokkra daga og götur hesthúsahverfanna eru í raun öllum til háborinnar skammar. Það sjá það allir er vilja og vita að fyrir löngu er komin tími á allsherjar viðhald og enduruppbyggingu á hesthúsagötunum.

En eins og ég sagði, ég er búin að tala við framkvæmdamiðstöð Akureyrar í tvígang og hefur málaleitan minni alltaf tekið vel og sagt að þetta verði gert á allra næstu dögum.

En ennþá hefur ekkert gerst og nú haustar/vetrar og erfiðara verður að vinna í götunum þegar frost er komið í jörð.

Nú er þolinmæði mín gjörsamlega á þrotum og ég hef því ákveðið að fá hreint svar frá bæjarstjórn Akureyrar hvort þetta eigi að gera eða ekki. Og ég vil líka ef bæjarstjórn svarar játandi fá að vita hvenær þetta verður gert.

Þetta er gjörsamlega óboðlegt hvernig ástandið er núna í hverfunum (sjá myndir) og því óska ég eftir tæru svari bæjarstjórnar Akureyrar hvort eigi að bjóða hestamönnum upp á þetta ástand áfram.

Þessi slóðaháttur vekur upp þá hugsun hjá mér hvort sú lækkun fasteignagjalda á hesthús sem Akureyrarbær þurfti að framkvæma í vor eftir yfirálag fasteignagjalda á hesthús á Akureyri undanförnum árum, setji þessa framkvæmd í þann farveg er raun ber vitni, sem sagt ekki gera neitt. Er verið að refsa okkur hestamönnum fyrir það eitt að leita réttar okkar? Maður spyr sig.

Ég er eiginlega alveg viss um að engin bæjarfulltrúi né háttvirtur bæjarstjóri myndi vilja keyra sína fínu bíla um hesthúsahverfin eins og ástand gatna er nú, enda er það hálfgerð bílaníð, og alls ekki gáfulegt að gera það.

EN ÞETTA ÞURFUM VIÐ HESTAMENN AÐ BÚA VIÐ ÁR EFTIR ÁR.

Ég er búinn að senda tveimur bæjarfulltrúum þessa beiðni fyrrum og annar sá sér ekki einu sinni fært að svara mér, en hinn þó svaraði en ekki bólar á framkvæmdum.

Akureyri 22. nóvember 2021.

Með kveðju.

Sigfús Ólafur Helgason er hesthúseigandi í Breiðholtshverfinu. 

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00