Fara í efni
Umræðan

Norðmaður og Eisti í stað Færeyinganna

Mynd af vef KA

Handknattleiksdeild KA hefur samið við reyndan, eistneskan hornamann og ungan norskan markvörð. Þetta var tilkynnt á heimasíðu KA í dag.

Ott Varik er 33 ára gamall landsliðsmaður frá Eistlandi sem leikur í hægra horni en hann gengur í raðir KA frá liði Viljandi HC í Eistlandi þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil, að því er segir í tilkynningunni. Þar áður lék hann með finnska liðinu SIF. „Þess má til gamans geta að Ott skoraði alls fimm mörk gegn íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem fór fram í byrjun árs.“

Nicolai Horntvedt Kristensen er tvítugur markvörður frá Noregi sem gengur í raðir KA frá liði Nøtterøy en Nicolai hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Noregs, að því er segir á vef KA.

Eins og Akureyri.net hefur áður greint frá yfirgáfu Færeyingarnir Allan Norðberg og Nicholas Satchwell herbúðir KA í vor og er þeim Varik og Kristensen ætlað að fylla skörð þeirra.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15