Fara í efni
Umræðan

Mjög mikilvægur leikur Þórs/KA á heimavelli

Hulda Ósk Jónsdóttir og Margrét Árnadóttir, til vinstri, í leiknum gegn Val í Reykjavík á fimmtudag í síðustu viku. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA tekur á móti Aftureldingu í dag á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þetta er fyrsti heimaleikur Stelpnanna okkar að loknu löngu hléi vegna EM í Englandi. Fyrsti leikur þeirra eftir EM var á útivelli gegn Val á fimmtudaginn var.

Mótherji dagsins er í neðsta sæti Bestu deildarinnar með sex stig eftir 11 leiki, KR er næst neðst með sjö stig eftir 12 leiki og Þór/KA er í þriðja neðsta sæti með 10 stig að loknum 11 leikjum.

Flautað verður til þessarar mikilvægu viðureignar klukkan 17.30; Þór/KA verður hreinlega að sigra til þess að mjaka sér örlítið frá neðstu liðunum og ástæða er til þess að hvetja fótboltaáhugamenn til þess að fjölmenna og sýna stelpunum stuðning í verki.

Þór/KA vann fyrri leik liðanna í sumar í Mosfellsbæ. Sandra María Jessen kom Þór/KA yfir með marki eftir aðeins 17 sekúndur, Afturelding jafnaði fyrir hlé en Arna Eiríksdóttir gerði sigurmarkið þegar langt var liðið á leikinn.

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53