Fara í efni
Umræðan

Meira um öldrunarmál

Meira um öldrunarmál

Það er full ástæða til að þakka bæjarstjórn Akureyrar fyrir skjót viðbrögð við grein minni um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila í bænum, sem hér birtist fyrir skömmu.

Ég hef fullan skilning á því að ekki verði við það búið að ekki fáist raunhæfar lausnir á kostnaðarhlutdeild Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í verkefninu, en skil ekki af hverju bæjarstjórn leggur ofur áherslu á að losna undan þessi verkefni og koma því í hendur annarra, hver sem sá aðili verður. Hefði verkefnið færst til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eru ekki miklar líkur á að um mikla hagræðingu yrði að ræðar við slík aðilaskipti, þar sem sú stofnun myndi styðjast við fjárveitingar frá ríki með sama hætti. Það væri í það minnsta afar sérstakt ef þar tækist að reka hjúkrunar- og öldrunarþjónustu með þeim hætti um hallalausan rekstur yrði að ræða.

Það er ljóst að aðilar sem taka að sér þessa þjónustu, sem heyrst hefur að SÍ séu í viðræðum við um yfirtöku, teljast ekki til opinberra aðila. Slíkir aðilar hafa önnur tækifæri til hagræðingar en sveitarfélög eða ríkisstofnanir og lúta lögmálum hins almenna vinnumarkaðar. Slíkir aðilar munu ekki taka á sig áhvílandi skuldbindingar, þær verða aðrir að greiða.

Ég tel jafnframt að ýmis verkefni muni koma með auknum þunga á félagsþjónustu bæjarins við slíka breytingu.

Það er vitað að viðmið um aðbúnað í öldrunarþjónustu er ábótavant og snertir notendur hjúkrunarrýma og starfsmenn í eldri byggingum öldrunarþjónustunnar. Úrbætur eru nauðsynlegar til að auka gæði þjónustu og auðvelda störf.

Ég er ósammála því, sem fram kom í svari bæjarstjórnar að það segi sig sjálft að rekstur hjúkrunarheimila hjá sveitarfélögum sé mun þyngri en almennt hjá fyrirtækjum í velferðarþjónustu. Ef það er staðreyndin hlýtur það sama að gilda um alla starfsemi bæjarfélagsins.

Mjög mörg tækifæri eru til að bæta aðbúnað þeirra íbúa sem þurfa á þjónustu að halda og nauðsynlegt að leita sífellt leiða til að gera betur í þeim málum. Það að segja sig frá rekstri hjúkrunar- og dvalarrýma er að mínu mati ekki rétt stefna og það er afar sérstakt að ekki sé hægt að ná eyrum stjórnvalda eða fá fram eðlileg viðbrögð SÍ við stöðunni. Ef bæjarstjórn er sannfærð um að rekstrarhallann sé þangað að sækja þá eiga hvorki stjórnvöld né SÍ að komast frá skyldum sínum.

Sigurður J. Sigurðsson er fyrrverandi bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar.

Réttindi neytenda á tímum Covid

Brynhildur Pétursdóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 13:00

Jónas Hallgrímsson

Tryggvi Gíslason skrifar
16. nóvember 2020 | kl. 07:15

Jón Sveinsson - Nonni

Haraldur Þór Egilsson skrifar
17. nóvember 2020 | kl. 10:30

Matthías Jochumsson

Tryggvi Gíslason skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 17:09

Íslenska, nútími og lestur

Sverrir Páll skrifar
19. nóvember 2020 | kl. 10:10

Bílastæðaklukkur í miðbæ Akureyrar

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar
20. nóvember 2020 | kl. 10:00