Fara í efni
Umræðan

Lengjudeildin: 6:0 tap Þórs gegn Fjölni

Þórsarar fengu skell gegn Fjölni í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Þórsarar fengu 6:0 skell gegn Fjölni í Lengjudeild karla nú í kvöld. Þrjú mörk í hvorum hálfleik frá Fjölnismönnum og sex marka tap niðurstaðan. Vægast sagt slæm úrslit.

Máni Austmann Hilmarsson gerði fyrsta mark Fjölnis á 20. mínútu með góðu skoti utan teigs. Þórsarar urðu svo fyrir áfalli stuttu eftir markið þegar Marc Sörensen fór meiddur af velli. Á 39. mínútu leiksins gerði Axel Freyr Harðarson annað mark Fjölnis og á 44. mínútu gerði Hákon Ingi Jónsson þriðja mark heimamanna úr Grafarvogi. Þannig var staðan í hálfleik og útlitið dökkt fyrir Þórsliðið.

Seinni hálfleikur var ekki betri fyrir gestina. Á 61. mínútu gerði Máni Austmann annað mark sitt og fjórða mark Fjölnis. Axel Freyr gerði svo fimmta markið á 72. mínútu leiksins og aðeins tveimur mínútum síðar var Hákon Ingi búinn að gera sjötta mark Fjölnis. Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur 6:0!

Eins og augljóst er af lokatölum leiksins var spilamennska Þórsliðsins ekki góð. Fjölnismenn voru betri aðilinn allan tímann og fengu í lokin færi til að bæta við frekar en að Þórsliðið gerði sig líklegt til að minnka muninn. Eftir leikinn er liðið í fjórða sæti deildarinnar með sex stig og eins og markatala liðsins orðin slæm en liðið er nú með -5 í markatölu. Einhverjum leikjum er ólokið í umferðinni svo staða liðsins gæti breyst. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Ægi eftir viku

Smelltu HÉR til að sjá leikskýrsluna úr leiknum

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53