Lengjudeildin: 6:0 tap Þórs gegn Fjölni

Þórsarar fengu 6:0 skell gegn Fjölni í Lengjudeild karla nú í kvöld. Þrjú mörk í hvorum hálfleik frá Fjölnismönnum og sex marka tap niðurstaðan. Vægast sagt slæm úrslit.
Máni Austmann Hilmarsson gerði fyrsta mark Fjölnis á 20. mínútu með góðu skoti utan teigs. Þórsarar urðu svo fyrir áfalli stuttu eftir markið þegar Marc Sörensen fór meiddur af velli. Á 39. mínútu leiksins gerði Axel Freyr Harðarson annað mark Fjölnis og á 44. mínútu gerði Hákon Ingi Jónsson þriðja mark heimamanna úr Grafarvogi. Þannig var staðan í hálfleik og útlitið dökkt fyrir Þórsliðið.
Seinni hálfleikur var ekki betri fyrir gestina. Á 61. mínútu gerði Máni Austmann annað mark sitt og fjórða mark Fjölnis. Axel Freyr gerði svo fimmta markið á 72. mínútu leiksins og aðeins tveimur mínútum síðar var Hákon Ingi búinn að gera sjötta mark Fjölnis. Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur 6:0!
Eins og augljóst er af lokatölum leiksins var spilamennska Þórsliðsins ekki góð. Fjölnismenn voru betri aðilinn allan tímann og fengu í lokin færi til að bæta við frekar en að Þórsliðið gerði sig líklegt til að minnka muninn. Eftir leikinn er liðið í fjórða sæti deildarinnar með sex stig og eins og markatala liðsins orðin slæm en liðið er nú með -5 í markatölu. Einhverjum leikjum er ólokið í umferðinni svo staða liðsins gæti breyst. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Ægi eftir viku
Smelltu HÉR til að sjá leikskýrsluna úr leiknum


Líflínan

Samstaða, kjarkur og þor

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar
