Fara í efni
Umræðan

KA og Breiðablik mætast í Kópavogi í dag

Ásgeir Sigurgeirsson fiskar hér víti í einni af viðureignum liðanna í fyrra. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn gera sér ferð í Kópavog í dag þar sem liðið mætir Breiðabliki í 8. umferð Bestu-deildar karla, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. KA-liðið er fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar með 11 stig á meðan Blikar eru í því þriðja með 15 stig.

Þessi lið, sem urðu í öðru og fyrsta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð mættust þrisvar í deildinni á þeirri leiktíð. KA-liðið vann einn leik á Greifavellinum 2:1 en Breiðablik vann hina tvo, 4:1 í Kópavogi og 2:1 á Greifavellinum.

KA-liðið er að mæta í Kópavog í annað skipti í vikunni en liðið vann góðan 3:1 sigur gegn HK í Kórnum á fimmtudaginn var. Á sama tíma unnu Blikar 3:1 sigur á Þrótti. En þessir leikir voru hluti af Mjólkurbikar karla. 

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er sýndur á Stöð2Sport.

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53