Fara í efni
Umræðan

KA í kjörstöðu í einvíginu við Þrótt

Karlalið KA varð bikarmeistari fyrr í vetur með sigri á Þrótti R. og á einnig í höggi við Þróttara í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þar sem staðan er nú orðin 2-0 KA í vil. Mynd

Karlalið KA í blaki er komið í sömu stöðu og kvennaliðið í úrslitum Íslandsmótsins í blaki. KA er 2-0 yfir í einvíginu við Þrótt R. eftir sigur í oddahrinu í öðrum leik liðanna í gær og getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í þriðja leik liðanna sem fram fer á Akureyri á miðvikudag.

Eftir 3-0 sigur KA á Þrótti á heimavelli í fyrsta leik mættust liðin öðru sinni í Laugardalshöllinni í gær. Úr varð nokkuð jafnari leikur, þurfti oddahrinu til að skera úr um úrslitin, en KA hafði 3-2 sigur á endanum. 

Liðin skiptust á að vinna hrinurnar. KA vann þá fyrstu 25-20 með góðum spretti eftir að staðan var 15-15. Þróttarar unnu aðra hrinuna, höfðu forystuna allan tímann og unnu hrinuna með tíu stiga mun, 25-15. Þróttarar höfðu svo forystuna nær alla þriðju hrinuna, þar til KA jafnaði í 19-19 og jafnt á öllum tölum upp í 23-23, en KA skoraði tvö síðustu stig hrinunnar og vann 25-23. Fjórða hrinan var Þróttara, sem höfðu forystu alla hrinuna og unnu 25-18. Þá var komið að oddahrinu og þá snérist dæmið við, KA með forystu alla hrinuna og vann 15-12.

  • Þróttur R. - KA 2-3 (20-25, 25-15, 23-25, 25-18, 12-15)
    Leikskýrslan

Þriðji leikur einvígisins fer fram í KA-heimilinu miðvikudaginn 23. apríl. Karlalið KA er komið í sömu stöðu og kvennaliðið, staðan í einvíginu er 2-0 og á KA því möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í næstu viðureign, daginn eftir að kvennalið KA fær sams konar tækifæri. 

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00