Fara í efni
Umræðan

Ívar Arnbro er til reynslu hjá Hammarby

Mynd af vef KA.

Ívar Arnbro Þórhallsson, hinn bráðefnilegi markvörður KA, er þessa dagana til reynslu hjá knattspyrnuliði Hammarby IF í Svíþjóð. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Ívar, sem er aðeins 17 ára, á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Íslands og steig fyrstu skrefin með meistaraflokki KA á nýliðnu keppnistímabili. Hann lék seinni hálfleikinn gegn liði Uppsveita í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar og var síðan í byrjunarliðinu, og lék allan tímann, þegar KA vann HK 1:0 í lokaumferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ívari er boðið að æfa með erlendum liðum. Á heimasíðu KA er rifjað upp að fyrir tveimur árum fór hann til tveggja sænskra félaga, Djurgårdens IF og Brommapojkarna.

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00