Fara í efni
Umræðan

Íslandsmeistararnir burstuðu lið KA/Þórs

Arna Valgerður Erlingsdóttir þjálfari KA/Þórs og Þorvaldur Þorvaldsson aðstoðarþjálfari. Mynd af vef KA.

Íslandsmeistarar Vals tóku hið unga lið KA/Þórs í bakaríið í gærkvöldi þegar liðin mættust í Olísdeildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta.

Staðan í hálfleik í Origohöll Vals á Hlíðarenda var 18:11 og í leikslok munaði hvorki meira né minna en 19 mörkum; lokatölur 36:17.

KA/Þór hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjunum í deildinni.

Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 2 (1 víti), Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Kristín B. Gunnarsdóttir 1, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 7 (1 víti) – 19,4%, Sif Hallgrímsdóttir 4 (1 víti) – 36,4%.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53