Fara í efni
Umræðan

Handbolta-Þórsarar fá unga Valsara í heimsókn

Þjálfararnir Halldór Örn Tryggvason (t.v.) og Brynjar Hólm Grétarsson (t.h.) ásamt tveimur af ungu leikmönnunum, Viðari Erni Reimarssyni og Kristjáni Páli Steinssyni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í handbolta hefur leiktíðina í dag með heimaleik gegn ungmennaliði Vals í Íþróttahöllinni. Leikurinn hefst kl. 16.

Á heimasíðu félagsins segir að Þórsarar mæti til leiks með blöndu ungra og eldri leikmanna. Eini erlendi leikmaðurinn sem kláraði tímabilið með Þór í fyrra, Jonn Rói Tórfinsson, er farinn annað, en á móti hefur félagið endurheimt reynslumikla leikmenn. Tveir taka fram skóna að nýju og einn er kominn aftur heim til að spila og þjálfa. 

Brynjar Hólm Grétarsson var í sumar ráðinn aðstoðarþjálfari Halldórs Arnar Tryggvasonar, en Brynjar hefur verið hjá Stjörnunni undanfarin ár. Hann kemur aftur heim og verður bæði leikmaður og aðstoðarþjálfari. Þá hafa þeir Friðrik Svavarsson og Garðar Örn Jónsson tekið fram skóna að nýju.

Nánar hér á heimasíðu Þórs

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00