Fara í efni
Umræðan

Frá vegna fingurbrots og heilahristings

Landsliðskonurnar Unnur Ómarsdóttir, til vinstri, og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Landsliðskonurnar Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir voru hvorug með KA/Þór í gær, þegar liðið tapaði fyrir Val á Íslandsmótinu í handbolta í Reykjavík. Rut er fingurbrotin og Unnur er heldur ekki leikfær eftir að hún fékk heilahristing á dögunum. Talið er að báðar verði frá keppni til áramóta og missi því af næstu þremur leikjum KA/Þórs.

Rut var frábær í fyrri hálfleiknum gegn Fram fyrir viku, gerði þá níu mörk, og er besti maður liðsins. Unnur er einnig í lykilhlutverki þannig að blóðtakan er mikil.

Þrátt fyrir að báðar vantaði í gær tapaði KA/Þór aðeins með tveimur mörkum fyrir toppliðinu, 28:26, eftir að staðan var 14:10 í hálfleik.

Mörk KA/Þórs í gær: Lydía Gunnþórsdóttir 8 (3 víti), Nathalia Soares Baliana 7, Hildur Lilja Jónsdóttir 6, Aþena Einvarðsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Júlía Björnsdóttir 1. Varin skot: Matea Lonac 7, 20%.

Smellið hér til að sjá tölfræðina úr leiknum.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15