Fara í efni
Umræðan

Flókin staða eftir upphlaup á þingi ASÍ

Staðan er verulega flókin eftir það upphlaup sem varð á þingi Alþýðusambands Íslands í vikunni, þegar þinginu var frestað til næsta vors.

Mér vitanlega hefur enginn innan hreyfingarinnar hótað þremenningunum, Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Orð geta magnast upp í hita leiksins og þau eiga vel að þekkja það þremenningarnir. Þetta er sorglegt að þau dragi sig út í stað þess að halda áfram og fara í sínar framboðsræður og láta reyna á niðurstöðuna. Staðan núna er að þannig séð mjög flókin.

Lýðræði snýst um að takast á um málefni og í kosningum en snúa síðan bökum saman fyrir sína umbjóðendur. Ég hvet þau til að íhuga stöðu sína en frestun þingsins veitir tækifæri til sátta. Ég bendi þó á að við eigum mikið af frambærilegu fólki sem unnið hefur fyrir sína félagsmenn fyrir utan fjölmiðla.

Að fresta þingi er ekki endilega í mínum huga réttlætanlegt gagnvart okkar umbjóðendum en hugsanlega sú lausn sem þarf til og sú ákvörðun því skiljanleg og sýnir að sáttatónn er hjá þessum armi. Hvernig sem framhaldið verður, er skynsamlegt að aðilar haldi aftur af sér í yfirlýsingum og áværingum hver til annars. Við verðum að setjast niður og sjá hvernig aðilar geti komið til baka, heiftin má ekki snúast um eða út í einstaklinga og verður henni að ljúka og allir aðilar að hafa hagsmuni félagsmanna sína að leiðarljósi.

Jafnvel þó þau komi ekki til baka á næstunni, þá tel ég að skynsemin hljóti að verða ofaná og með hagsmuni launafólks í huga og að aðilar vinni saman. Annað er á kostnað launafólks og á ábyrgð þeirra sem fyrir þau starfa. Öll þau réttindi sem að launafólk hefur í dag samanber varðandi orlofsrétt, veikindarétt, lífeyrisréttindi sem og önnur launaréttindi, styttri vinnuviku og annan stuðning sem aðildarfélög innan ASÍ hafi unnið að á sameiginlegum vettfangi. ASÍ er vettvangur félaganna til að gæta heildarhagsmuna launþeganna og því mikilvægur vettvangur þeirra til að það haldi áfram.

Vangaveltum um hvernig hagsmunum minna félagsmanna er best varið er líklegast svarað með ofangreindu, hinsvegar er það umræða sem félagsmenn verða að taka í heild sinni ef menn ætla annað. Iðnaðarsamfélagið hefur ansi oft þurft að lækka kröfur í kjarasamningum til hækkunar á lægstu launum á heildarborðinu. Um það snýst hinsvegar samvinnan að verja lægstu launin og það höfum við sýnt hingað til. Hagsmunir launafólks eru ofar einstaklingum og félögum og ASÍ er heildarhreyfing þess og þess þurfum við að gæta. ASÍ getur alveg eins og önnur samtök tekið breytingum í höndum launþegahreyfingarinnar.

Tíminn verður að leiða það í ljós hvort eða hvernig, en þó þannig að samtökin séu þungamiðjuafl hreyfingarinnar. Ég hvet til hófsemi og að umræða fari fram á grundvelli hagsmuna launafólks. Fljótfærni er mannlegt eðli sem við eigum öll til.

Góðar stundir.

Jóhann Rúnar Sigurðsson er formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45