Fara í efni
Umræðan

Ekkert tillit tekið til félagslega þáttarins

Mynd af Þórssvæðinu: Þorgeir Baldursson

Guðmundur Oddsson, dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og Þórsari, segir byggingu íþróttahúss á Þórssvæðinu aðkallandi og skynsamlega framkvæmd. Skorar hann á bæjarstjórn „að brjóta odd af oflæti sínu, vanda betur til verka, gæta hlutlægni og jafnræðis í hvívetna, bera hag ungra íþróttaiðkenda fyrir brjósti og sjá sóma sinn í því að skrifa undir samning um byggingu íþróttahúss á félagssvæði Þórs hið snarasta.“

Guðmundur sendi Akureyri.net mjög áhugaverða grein sem birtist í dag.

„Þrjátíu og fimm prósent iðkenda hjá Íþróttafélaginu Þór – hátt í 400 börn og unglingar – koma aldrei á félagssvæði Þórs til æfinga. Iðkendatölur frá Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) fyrir árið 2022 staðfesta þessa sturluðu staðreynd. Ástæðan er einföld: Það er ekkert íþróttahús á félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs! Af þeim sökum eiga iðkendur sex af átta deildum félagsins ekkert erindi á Þórssvæðið. Ótrúlegt en satt!“

Guðmundur segir íþróttafélög „mikilvægar félagslegar uppeldisstöðvar fyrir góða og gegna samfélagsþegna sem og uppspretta félagslegrar samheldni.“ Í ljósi þessa sé félagssvæðið sjálft ríkur þáttur í umgjörð og því félagslega umhverfi sem íþróttafélag bjóði. Vekur hann athygli á að hjá stýrihópi um forgangsröðum við uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá Reykjavíkurborg til ársins 2030 vegi félagslegi þátturinn langþyngst en staðfest sé, og „í hrópandi ósamræmi við fagleg og hlutlæg vinnubrögð reykvíska stýrihópsins“, að starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri til ársins 2034 hafi ekkert tillit tekið til félagslega þáttarins í sinni vinnu. „Ekkert!“ 

Smellið hér til að lesa grein Guðmundar Oddssonar

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15