Dönsk blöð og brunar – Saga úr Innbænum III

Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, sem fæddur er og alinn upp í Innbænum á Akureyri, heldur áfram að rifja upp gamla tíð í grein sem birtist á Akureyri.net í dag; nú skrifar hann um dönsk áhrif og eldsvoða.
„Alveg frá því ég man fyrst eftir mér lásum við Familie Journal og Hjemmet. Amma fékk þessi blöð send í hverri viku frá Danmörku. Og þetta var lesið upp til agna. Síðan voru blöðin geymd vandlega, ef fletta þurfti upp einhverju síðar. Það voru stórar kistur fullar af þessum blöðum í kjallaranum og mátti alls ekki henda. Þetta var Facebook og fréttaveita þess tíma. Amma og langamma lásu og töluðu dönskuna reiprennandi þrátt fyrir að hafa aldrei lært hana í skóla,“ skrifar Ólafur.
Flest eldri húsanna í Innbænum voru byggð úr timbri og margt eldra fólkið óttaðist eldinn, segir hann. Oft var talað um bruna sem urðu áður en börnin fæddust, en Ólafur og önnur börn í Innbænum urðu líka vitni að húsbrunum sjálf.
Smellið hér til að lesa grein Ólafs Þórs.


Líflínan

Samstaða, kjarkur og þor

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar
