Fara í efni
Pistlar

Uppfært: Leik Þórs og Vals í kvöld frestað

Þórður Tandri Ágústsson í dauðafæri gegn ÍR á dögunum. Hann verður í eldínunni gegn Val í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

UPPFÆRT - Handknattleikssambandið hefur ákveðið að fresta leiknum í kvöld. Valsmenn voru komnir til Akureyrar en HSÍ tók engu að síður þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við sóttvarnaryfirvöld.

- - - - -

Þór tekur á móti Val í Olís deild Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld. Leikurinn hefst í íþróttahöllinni klukkan 18.00.

Þórsarar eru í erfiðri stöðu í næst neðsta sæti deildarinnar, efra fallsætinu, með sex stig, fjórum stigum á eftir Gróttu. Hver leikur eru því í raun upp á líf og dauða. Valsmenn eru með 17 stig.

Alls verður 200 áhorfendum hleypt inn á leikinn, eins og sóttvarnarreglur heimila. Skrá þarf niður nafn, kennitölu og símanúmer allra. Miðasala hefst klukkan 17.00 og eru ársmiðahafar hvattir til að sækja miða sína við opnun. Einnig verður hægt að kaupa miða í gegnum appið Stubb – smellið hér til þess.

Smellið hér til að horfa á leikinn á netinu. Það kostar 1.000 krónur.

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00

Balsaviður

Sigurður Arnarson skrifar
17. apríl 2024 | kl. 09:30

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30

Mikilvægi Lystigarðsins fyrir lýðheilsu

Sigurður Arnarson skrifar
10. apríl 2024 | kl. 11:00

Sparksleði

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. apríl 2024 | kl. 11:30

Tæknin er að gera frænku gráhærða

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. apríl 2024 | kl. 22:00