Fara í efni
Pistlar

Ná Þórsarar að stöðva ÍR-inga í kvöld?

Reynir Róbertsson var frábær í síðasta leik gegn ÍR og gerði 32 stig. Mynd: Páll Jóhannesson

Þórsarar sækja ÍR-inga heim í kvöld í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Þetta er þriðji leikurinn í einvíginu og nú er að duga eða drepast fyrir Þórsara; stefið sigur eða sumarfrí á við eins og hjá fleiri akureyrskum íþróttaliðum undanfarið. ÍR-ingar hafa unnið tvo fyrstu leikina þannig að Þórsarar verða að vinna í kvöld til þess að eiga möguleika á sæti í efstu deild. Tapi þeir eru Þórsarar komnir í sumarfrí en ÍR-ingar halda áfram keppni.

Leikur liðanna fer fram í Íþróttamiðstöð ÍR við Skógarsel í Breiðholti og hefst kl. 19:30.

ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn nokkuð örugglega á heimavelli en Þórsarar veittu þeim mikla keppni í Höllinni á sunnudaginn. Spennan var gríðarleg þegar aðeins ein og hálf mínúta var eftir, ÍR-ingar þá einu stigi yfir en heilladísirnar gengu í lið með gestunum í blálokin og þeir gerðu 10 síðustu stigin.

Við ramman reip verður vissulega að draga í kvöld, ÍR-ingar eru töluvert betri á pappírnum en spennandi verður að sjá hvort Þórsstrákarnir nái að veita þeim verðuga keppni á ný. Vonandi fjölmenna Þórsarar á höfuðborgarsvæðinu í Skógarselið og styðja við bakið á sínum mönnum.

Kolefnissugur og endurskinshæfni gróðurlenda

Sigurður Arnarson skrifar
15. maí 2024 | kl. 13:30

Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 35 (Fagrastræti 1)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
15. maí 2024 | kl. 08:00

Þúfnaganga

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
13. maí 2024 | kl. 13:30

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Heilsukvíði

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
09. maí 2024 | kl. 10:00

Vaðlaskógur á 6. áratugnum

Sigurður Arnarson skrifar
08. maí 2024 | kl. 09:30