Fara í efni
Pistlar

Öryggi og fegurð

Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari blésu til tónleika 8. júní klukkan átta að kvöldi hvítasunnudags í Akureyrarkirkju.

Það er ekki alltaf með eftirvæntingu sem maður mætir á tónleika með gítareinleik eða enn verra á einleikstónleika með kontrabassa.

Klassískur gítar er eitt flóknasta hljóðfæri veraldar en þegar Paganini var búinn að spenna fiðlulbogann sinn til hins ítrasta tæknilega fór hann að spila á og semja fyrir gítar. Kontrabassinn er nú bassa hljóðfæri og notað aðallega til að búa til botn í tónlist. Þegar menn fara að teygja sig upp (niður) fingrabrettið í tónhæð sem hentar frekar fiðlu fer maður að spyrja sig til hvers? Og ekki ósjaldan mistekst það með þvílíkum látum og óhljóðum!

Á tónleikunum á sunnudaginn 8. júni var öllum þessum vangaveltum svarað heldur betur. Hér voru komnir tveir menn sem hafa allt sem heitir tækni á hljóðfærið á hæsta stigi. Þeir félagar spiluðu hvert tónverkið á fætur öðru af þvílíku öryggi og fegurð hljóðfæranna lék um eyru þessa grátlega fáu sem gerðu sér glaðan dag að hlýða á. Eftirtektarvert var samspil og spuni þeirra félaga.

Fyrsta verkið var spuni um tóna kirkjuklukknanna í Akureyrakirkju. Hér var komið víða við og það var eins og þeir félagar væru samvaxnir tvíburar svo samstíga þeir voru.

Verkið „An Olde Fashioned Basspiece“ eftir Árna Egilsson var bæði skemmtilegt og á köflum spaugilegt ferðalag milli mismunandi tímabila tónlistarsögunnar.

Ave María Piazolla var fallega gert en forvitnilegast voru Reverie eftir Giovanni Bottesini og Fimm dansar eftir Annette Kruisbrink. Við áheyrendur þyrsti í meira góðgæti.

Þegar maður fer á tónleika af forvitni getur maður svo oft upplifað eitthvað nýtt og spennandi. Aftur á móti mæti maður bara þar sem allt er þekkt og þægilegt verður maður sjaldan fyrir nýrri upplifun.

Michael Jón Clarke er tónlistarmaður

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00