Fara í efni
Pistlar

Öruggur sigur og Þór/KA í undanúrslit

Sandra María Jessen, til vinstri, gerði eitt mark í kvöld og Margrét Árnadóttir tvö. Myndir: Þórir Tryggvason

Lið Þórs/KA er komið í undanúrslit Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á Fylki í Reykjavík í kvöld. Lokatölur urðu 5:0 

Margrét Árnadóttir gerði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir kom Stelpunum okkar í 2:0 þremur mín. síðar.

Sandra María Jessen gerði þriðja mark Þórs/KA rétt fyrir miðjan seinni hálfleik og þegar 10 mín. voru eftir af leiknum skoraði Eva S. Dolina-Sokolowska fjórða mark liðsins. Eva, sem varð 17 ára í janúar, hafði ekki verið inná nema í fimm mínútur þegar hún skoraði. Þetta var fyrsta mark hennar fyrir meistaraflokk.
 
Það var svo Margrét Árnadóttir sem skoraði öðru sinni í blálokin; gerði fimmta markið úr vítaspyrnu með síðustu spyrnu leiksins.
 
Þór/KA er í efsta sæti riðilsins þegar einn leikur er eftir: Valur og Þróttur mætast á morgun. Sigri Valur endar Þór/KA í efsta sæti og fær heimaleik í undanúrslitunum en vinni Þróttur leikinn á morgun verður Þór/KA í öðru sæti og leikur við Breiðablik á útivelli.
 

Leikskýrslan

Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
14. júlí 2025 | kl. 16:30

Ólæst

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. júlí 2025 | kl. 11:30

Útí dokk

Jóhann Árelíuz skrifar
13. júlí 2025 | kl. 06:00

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?

Orri Páll Ormarsson skrifar
11. júlí 2025 | kl. 13:00

Stari

Sigurður Arnarson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 06:00