Fara í efni
Pistlar

Bikarúrslit í blaki – hokkí og fótbolti heima

Í dag verður látið sverfa til stáls í bikarúrslitaleikjunum í blaki, Kjörísbikarnum, og kemur þá í ljós hvort KA-liðin lyfta bikarnum, annað eða bæði, eða þurfa að sætta sig við silfurverðlaun. Bikararnir fara á loft í Digranesi í Kópavogi, bara spurning hvort þeir koma norður eða ekki. Bikar fer líka á loft í Skautahöllinni á Akureyri þar sem karlalið SA fagnar deildarmeistaratitlinum eftir lokaleik Toppdeildarinnar.

LAUGARDAGUR blak, fótbolti, íshokkí

KA á lið í báðum bikarúrslitaleikjunum í blaki sem fara fram í dag. Karlaliðið mætir Þrótti kl. 13 og kvennaliðið mætir HK kl. 15:30. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á aðalrás Ríkissjónvarpsins, RÚV.

  • Kjörísbikar karla í blaki
    Digranes í Kópavogi kl. 13
    KA - Þróttur R.
  • Kjörísbikar kvenna í blaki
    Digranes í Kópavogi kl. 15:30
    KA - HK

- - -

Leik Þórs/KA og Vals í A-deild Lengjubikars kvenna hefur verið flýtt um einn dag og verður spilaður á laugardag kl. 17 í stað sunnudags. Þór/KA þarf á sigri að halda til að vera áfram með í baráttunni um annað af tveimur efstu sætum riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum.

  • A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu, riðill 1
    Boginn kl. 17
    Þór/KA - Valur

- - -

Segja má að báðir hokkíleikir laugardagsins séu formsatriði. Nú þegar er ráðið hvaða lið eru deildarmeistarar karla og kvenna og hvaða lið mætast í úrslitaeinvígjunum. SA-liðin taka á móti liðum SR á laugardag.

Karlalið SA hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og því ætti bikar að fara á loft í Skautahöllinni á Akureyri síðdegis á laugardag. SA missti hins vegar sama titil í hendur Fjölni.

  • Toppdeild karla í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri kl. 16:45
    SA - SR
  • Toppdeild kvenna í íshokkí
    Skautahöllin á Akureyri kl. 19:30
    SA - SR

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00

Skógrækt og fæðuöryggi

Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifa
02. júlí 2025 | kl. 09:15

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00