Vitum oft best sjálf hvað skiptir máli
Margir vita nákvæmlega hvað þeir ættu að gera til að líða betur. Eftir að hafa starfað við heilsuráðgjöf í rúm 15 ár er ein fyrsta spurningin sem ég spyr fólk enn þessi: „Ef þú ættir að velja eitt sem þú veist að þú gætir gert til þess að bæta heilsuna þína, hvað væri það?“
Þannig hefst heilsupistill Hrafnhildar Reykjalín Vigfúsdóttur sem akureyri.net birtir í dag. Hrafnhildur og Guðrún Arngrímsdóttir, eigendur Sjálfsræktar heilsumiðstöðvar á Akureyri, skrifa pistla fyrir akureyri.net sem birtast annan hvern þriðjudag.
Hrafnhildur heldur áfram:
Langoftast þarf fólk ekki að hugsa sig um og svarar hratt: „Sko ég þyrfti náttúrulega bara að….“ Svo kemur upptalningin. Hreyfa sig reglulega. Hugleiða. Sofa meira. Borða hollar. Draga úr streitu. Vera jákvæðari. Listinn sjálfur er sjaldnast vandamálið því í kjölfarið koma atriði númer 2 og 3 oft jafn auðveldlega. Allt án þess að ég byrji að ráðleggja. Því innst inni vitum við oft best sjálf hvað það er sem skiptir máli. Við höfum ef til vill bara ekki spurt okkur að því.
- Pistill Hrafnhildar: Hinn gullni meðalvegur