Fara í efni
Mannlíf

Vaglaskógur er fagur um vor – MYNDIR

Jökull Júlíusson, forsprakki Kaleo, gítarleikari og söngvari. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Tónlistarhátíðin Vor í Vaglaskógi, sem fram fór í gær gekk afar vel í alla staði. Um 7.000 manns voru á hátíðarsvæðinu og ekki er ofsagt að gleðin hafi verið völd, tónlistin var öll í rólegri kantinum og stemningin var í þeim anda. Og veðrið var hreint afbragð.

Það var hljómsveitin Kaleo sem átti hugmyndina að viðburðinum og lauk dagskránni í gær með bravúr! Fyrsta lagið sem hún gerði vinsælt var Kvöldið er okkar, eftir Jónas Jónasson við texta Kristjáns frá Djúpalæk. Það hefst á kunnu stefi: Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá tónlistarhátíðinni, meira verður birt síðar.

Akureyri.net í gærkvöldi: „Framganga gesta frábær – fólk er í góðum fíling“

Kúrekahattar og ýmis önnur falleg höfuðföt voru áberandi á svæðinu, án efa Kaleo til heiðurs.

Júníus Meyvant flutti nokkur af sínum fallegu lögum.

Þorsteinn Einarsson söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Hjálma sem gladdi fjöldann mjög með nokkrum af þekktustu lögum sveitarinnar.