Mannlíf
Ungar stemningskonur í KA gefa út fótboltalag
08.08.2025 kl. 13:00

Fátt er skemmtilegra en fótboltamót! 6.flokkur kvenna í KA eru ekki bara góðar í fótbolta, þær kunna líka að syngja! Mynd: skjáskot
Stelpur í 6. flokki KA eru búnar að gefa út lag, með góðri hjálp. Lagið heitir Gular og bláar og er samið af Eyrúnu Elvu Marinósdóttur, en söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir syngur lagið með stelpunum og Hallgrímur Jónas Ólafsson er framleiðandi. N1 mót stelpna í 6. flokki byrjar í dag hjá KA, en það má búast við því að heimaliðið muni leyfa nýja laginu sínu að hljóma um vellina!
Með laginu fylgir myndband, þar sem fótboltastelpurnar eru í sviðsljósinu.
Hér má sjá lagið: