Fara í efni
Fréttir

Þyrlan TF - LÍF kemur norður á Flugsafnið

TF-LIF. Myndin birtist með fréttinni í Morgunblaðinu.

Nú ligg­ur fyr­ir að björg­un­arþyrl­an TF - LÍF verður flutt til Ak­ur­eyr­ar á næst­unni þar sem hún verður til sýn­is í Flugsafni Íslands um ókom­in ár ásamt öðrum merk­um vél­um ís­lenskr­ar flug­sögu. Morgunblaðið segir frá þessu í dag. 

TF - LÍF kom til lands­ins árið 1995 og var í notk­un fram til 2020. Alls voru það 1.565 manns sem var bjargað eða flutt­ir í sjúkra­flugi með þyrlunni á 25 ára tíma­bili. Hún á því ein­stak­an sess í björg­un­ar­sögu Íslands, að því er segir í Morgunblaðinu.

Ríkiskaup seldu TF - LÍF á síðasta ári og var kaupandinn sænskt fyrirtæki, EX-Change Parts AB. Svíarnir tóku úr þyrlunni þá hluti sem þeir töldu nýti­lega en færðu að því búnu Flugsafni Íslands á Ak­ur­eyri þyrluna að gjöf.

Smellið hér til að sjá nánar á mbl.is.