Fara í efni
Fréttir

„Viðbyggingin“ færð á sinn stað – MYNDIR

Alveg að hafast! Bjarki Viðar Hjaltason, fyrrverandi flugstjóri, fylgdist grannt með innan úr Flugsafninu að allt væri með felldu þegar flugvélarskrokknum var smeygt inn um gatið sem sagað var á norðurgaflinn. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Merkileg „viðbygging“ við Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli varð að veruleika í gær. Um er að ræða fremsta hluta Boeing 757-223 þotunnar Eldfells, sem Icelandair afhenti safninu að gjöf fyrir nokkrum misserum, og skagar nú út úr norðurgaflinum. Innangengt verður í þotuna úr safninu.

  • Þessi skemmtilega gjöf er einmitt umfjöllunarefnið í vikulegu innliti akureyri.net í eitthvert safna bæjarins; í þeim fróðlega og vinsæla þætti SÖFNIN OKKAR – sjá hér: Boeing 757-223 þotan – gjöf Icelandair

Verkið hefur verið lengi í undirbúningi stóra stundin rann upp í gær, lokaspretturinn, þegar gjöfinni var komið fyrir þar sem hún verður um ókomna tíð. Mörg handtök voru þegar að baki í gær þegar Frímann Hilmarsson starfsmaður Blikk & tækni, skar fyrsta bitann úr norðurgafli Flugsafnsins laust fyrir klukkan tvö eftir hádegi.

Akureyri.net fylgdist með frá því Frímann og Þorsteinn Andri Arnarsson, starfsbróðir hans, hófu þann þátt verksins og síðan með hópi hollvina Flugsafnsins sem vann að því að koma vélinni á sinn stað. Verkinu var að mestu leyti lokið um áttaleytið í gærkvöldi.

Myndir segja vonandi meira en þúsund orð að þessu sinni ...