Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar töpuðu illa fyrir ÍR í Breiðholtinu

Sigurður Ringsted Sigurðsson gerði þrjú mörk fyrir Þór gegn ÍR í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir sóttu ÍR-inga heim í gær í Grill 66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Viðureign liðanna í Breiðholtinu var afar ójöfn og þegar flautað var til leiksloka munaði 12 mörkum; ÍR-ingar sigruðu 34:22. Þetta var fyrsta tap Þórsara í deildinni í vetur.

Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 3, Friðrik Svavarsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Sigurður Ringsted Sigurðsson 3, Viðar Ernir Reimarsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Aron Hólm Kristjánsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Halldór Yngvi Jónsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 6 (15%).

Smellið hér til að sjá alla tölfræði á vef HSÍ