Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar komnir í frí eftir tap fyrir Fjölni

Josip Kezic sækir að vörn Fjölnis í dag. Hann gerði tvö mörk í leiknum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Þórsarar eru úr leik í baráttunni um sæti í Olís deildinni í handbolta næsta vetur.

Þór tók á móti liði Fjölnis í Höllinni í dag og varð að vinna til þess að knýja fram þriðja leikinn, því Fjölnismenn unnu viðureign liðanna í Grafarvoginum í vikunni. Þórsarar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 17:16, en náðu sér engan veginn á strik í seinni hálfleik, voru langt frá sínu besta og gestirnir unnu öruggan sigur, 36:30.

Mörk Þórs: Tomislav Jagurinovski 8, Jón Ólafur Þorsteinsson 7, Viktor Jörvar Kristjánsson 3, Viðar Ernir Reimarsson 3, Heimir Pálsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Halldór Yngvi Jónsson 2, Josip Kezic 2 og Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1.