Fara í efni
Íþróttir

Þór/KA fær lið Vals í heimsókn í Bogann

Akureyringurinn Anna Rakel Pétursdóttir með boltann í síðasta deildarleik Þórs/KA og Vals á Akureyri. Valskonur fögnuðu 1:0 sigri í september í fyrra og það var Anna Rakel sem gerði eina markið gegn fyrrum samherjum sínum. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason.

Þór/KA fær Val í heimsókn í dag í Bestu deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þór/KA er sem fyrr í 4. sæti deildarinnar, hefur náð sér í 18 stig í 11 leikjum, en Valur er þremur stigum á eftir að loknum 12 leikjum. Valsstúlkur töpuðu 3:0 fyrir toppliði Breiðabliks á heimavelli á mánudaginn.

  • Besta deild kvenna í knattspyrnu, 12. umferð
    Boginn kl. 18
    Þór/KA - Valur

Þetta er seinni leikur liðanna í hefðbundinni deildarkeppni í sumar. Valur vann fyrri leikinn 3:0 á Hlíðarenda og þau mætast svo að öllum líkindum þriðja sinni, eftir að deildinni verður skipt upp að loknum 18 umferðum og sex efstu halda áfram keppni um Íslandsmeistaratitiliinn.

Þór/KA yrði áfram í fjórða sæti með sigri í dag því FH og Þróttur eru sjö stigum ofar í 2. og 3. sæti deildarinnar en Blikar eru efstir með 31 stig.

Staðan í deildinni