Mannlíf
Þegar gæði skipta meira máli en magn
13.01.2026 kl. 07:00
„Sífellt fleiri átta sig á því að hreyfing sem byggir upp í senn liðleika, styrk og jafnvægi er ekki bara aukaatriði, heldur lykilforsenda þess að líða vel, hreyfast vel og viðhalda heilsu til lengri tíma,“ segir Guðrún Arngrímsdóttir í nýjum heilsupistli. Guðrún og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, eigendur Sjálfsræktar heilsumiðstöðvar á Akureyri, skrifa pistla fyrir akureyri.net sem birtast annan hvern þriðjudag.
„Þrátt fyrir það upplifa margir að líkaminn sé stífur og þreyttur og finna fyrir verkjum jafnvel þó verið sé að æfa reglulega. Þá er auðvelt að halda að lausnin sé að gera meira, en oft liggur vandinn ekki í magninu heldur í nálguninni.“
- Pistill Guðrúnar: Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn