Fréttir
Sunna Hlín vill áfram leiða lista Framsóknar
09.01.2026 kl. 17:00
Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri, hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í efsta sæti lista flokksins fyrir kosningar til bæjarstjórnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sunna Hlín sendi frá sér í dag.
Yfirlýsingin er svohljóðadi:
- Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að gefa aftur kost á mér til að leiða lista Framsóknar á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
- Ég hef á einn eða annan hátt komið að sveitarstjórnarmálum í 12 ár og ég finn að enn eru málefni sem á mér brenna og ég vil beita mér fyrir af meiri krafti. Ég vil áfram leggja sérstaka áherslu á húsnæðismál, málefni barna og ungmenna, vaxandi hóp eldri borgara og síðast en ekki síst atvinnumál.
- Við þurfum að horfa markvisst til framtíðar og byggja upp samkeppnishæft samfélag með fjölbreyttum atvinnutækifærum, góðum skólum, góðri aðstöðu til útivistar og íþróttaiðkunar og skapa skemmtilegt mannlíf.
- Eins þurfum við sem kjörnir fulltrúar landsbyggðanna að berjast fyrir okkar, standa vörð um öfluga heilbrigðisþjónustu, öruggar samgöngur, uppbyggingu skóla og hjúkrunarheimila, millilandaflug og jöfn tækifæri í atvinnulífi.
Ég hlakka til samtals við bæjarbúa um framtíð Akureyrarbæjar. Það eru spennandi tímar framundan