Fara í efni
Íþróttir

Stelpurnar unnu KR en strákarnir töpuðu

Ljósmynd: Páll Jóhannesson

Kvennalið Þórs í körfubolta sigraði KR í dag, 83:79, á Meistaravöllum, heimavelli KR, í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta en karlaliðið tapaði fyrir Ármanni.

Leikur Þórs og KR var spennandi frá upphafi til enda. Munurinn var aldrei mikill; KR komst mest 12 stigum yfir og Þór mest átta stigum. Staðan í hálfleik var  38:38, Þórsarar unnu svo þriðja leikhluta með tveimur stigum og einnig þann fjórða þannig að fjórum stigum munað í leikslok eins og áður kom fram.

Madison Anne Sutton gerði 22 stig fyrir Þór og tók 13 fráköst og nýi leikmaðurinn, Tuba Poyraz byrjaði vel. Skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Eva Wium var með 17 stig Hrefna Ottósdóttir 16.

Þórsarar eru nú í öðru sæti með 22 stig eins og liðs Snæfells, sem á reyndar leik til góða.

Smellið hér til að sjá nánari tölfræði.

Á sama tíma sóttu strákarnir í Þórsliðinu Ármenninga heim í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Ármenningar höfðu 24 stiga forskot í hálfleik, 66:42, og unnu með 25 stiga mun, 109:84.

Í liði Þórs var Arturo Fernandez Rodriguez með 21 stig, Toni Cutuk gerði 20 stig og tók 14 fráköst, Smári Jónsson gerði 19 stig og Hlynur Freyr Einarsson 12.

Smellið hér til að sjá nánari tölfræði.