Mannlíf
Spikfeitar flugur og harðhentur Eyrarpúki
14.09.2025 kl. 06:00

Þríf ég fluguna umsvifalaust uppúr [rjóma]könnunni og lýst bylmingshöggi þar sem hún liggur afvelta á borðinu og spýtist innvolsið rjóma blandið um allan dúk.
Jóhann Árelíuz er staddur á „sveitasetri inn af Dalvík í hvítri júnísól“ eins og hann orðar það í kafla dagsins úr Eyrarpúkanum, því gáskafulla skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Akureyri.net birtir kafla úr bókinni á hverjum sunnudegi.
Hann heldur áfram:
Fer hrollur um hjálpræðiskonurnar en góður rómur er þó gerður að karlmannlegri framgöngu minni þó ég þyki harðhentur og flugan blessuð í bak og fyrir.
Pistill dagsins: Sveitasæla