Fara í efni
Íþróttir

Spennandi barátta um sæti í efri hlutanum

Agnes Birta Stefánsdóttir, lengst til vinstri, gerði mark Þórs/KA gegn Fram í síðustu umferð með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Amalía Árnadóttir er leikmaður Þórs/KA ti hægri. Þær stöllur og samherjar þeirra mæta Stjörnunni í Garðabæ í dag. Mynd: Ármann Hinrik

Þór/KA sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn í dag í Bestu deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Baráttan um sæti fyrir ofan strik fyrir tvískiptingu deildarinnar er í algleymingi en sex af 10 liðum verða í efri hlutanum. 

  • Besta deild kvenna í knattspyrnu, 16. umferð
    Samsungvöllurinn í Garðabæ kl. 16
    Stjarnan - Þór/KA

Öll liðin verða búin að spila 16 leiki í dagslok en í dag mætast einnig Þróttur, sem er í þriðja sæti, og botnlið FHL.

Þór/KA er í 5. sætinu með 21 stig og færi með sigri í dag upp í fjórða sæti; yrði með jafn mörg stig og Valur en ofar á markatölu. Stjarnan er í sjöunda sæti með 19 stig og færi með sigri upp í fimmta sæti, upp fyrir Þór/KA.

Fram er í áttunda sæti með 18 stig og Tindastóll hefur 17 þannig að öll lið nema það neðsta eru í baráttu um sæti í efri hlutanum.

Stjarnan vann FHL 3:0 á útivelli í 14. umferðinni en Þór/KA tapaði 2:1 fyrir Fram í Boganum. Þór/KA vann Stjörnuna 1:0 í fyrri leik liðanna í deildinni í sumar í Boganum.

Staðan í deildinni

Tveir síðustu leikir „Stelpnanna okkar“ í deildinni fyrir skiptingu:

Föstudag 12. september:
Þór/KA - Þróttur

Laugardag 20. september:
Breiðablik - Þór/KA