Fara í efni
Íþróttir

Sláandi munur á þáttum um Bestu deildirnar

Kvennalið Þórs/KA og karlalið KA leika bæði í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Myndir: Ármann Hinrik

Hvernig nestum við börnin okkar? Hefur það áhrif á verkefnið sem er framundan? Þeirra vegferð og velgengni? Líðan jafnvel?

Þannig hefst umhugsunarverð grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. Í undantekningartilfellum eru greinar birtar undir dulnefni og svo er í þessu tilviki, þar sem höfundur fjallar um muninn á markaþáttum um Bestu deild karla og Bestu deild kvenna.

Nú eru markaþættirnir um íslensku Bestu deildirnar tveir. Annar um strákana og hinn um stelpurnar. Það er gaman að horfa á umfjöllun um Bestu deild karla. Sérfræðingar fengnir sem hafa undirbúið sig í þaula og sýna okkur áhugafólkinu dæmi úr leikjunum af báðum liðum sækja, verjast, gott og slæmt. Vafaatriði sem dómarar sáu eða misstu af og svona má lengi telja. Þetta er í grunninn svona hjá stelpunum líka. Eða það virðist eiga að vera það.

Greinin: Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna