Fara í efni
Íþróttir

Skúli Íslandsmeistari í flokki 15 og 16 ára

Íslandsmeistarinn Skúli Gunnar Ágústsson fyrir miðju, Valur Snær Guðmundsson, einnig úr GA, til vins…
Íslandsmeistarinn Skúli Gunnar Ágústsson fyrir miðju, Valur Snær Guðmundsson, einnig úr GA, til vinstri og Guðjón Frans Halldórsson, GKG, til hægri. Ljósmynd: seth@golfi.is

Skúli Gunnar Ágústsson, Golfklúbbi Akureyrar, varð Íslandsmeistari í golfi í flokki 15 og 16 ára pilta um helgina. Þá fór Íslandsmótið í höggleik 15 til 21 árs fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar

Skúli Gunnar lék hringina þrjá á einu höggi undir pari samtals, 212 höggum. Valur Snær Guðmundsson, einnig úr GA, varð annar einu höggi á eftir, 213, og Guðjón Frans Halldórsson, GKG, varð þriðji á 215 höggum.

Einn einn Akureyringurinn, Veigar Heiðarsson var svo í fjórða sæti, á 217 höggum.