Fara í efni
Mannlíf

Skógarjaðrar eru áberandi í landslagi

Fáir hlutar skóga eru jafn áberandi í landslagi og skógarjaðrarnir, segir Sigurður Arnarson í pistli vikunnar í röðinni Tré vikunnar. Þar fjallar hann einmitt um skógarjaðra.
 

„Þótt skógar séu ekki tiltakanlega útbreiddir á Íslandi má finna hér margar mismunandi gerðir af skógarjöðrum. Þeir myndast við vötn og ár eða annað votlendi jafnt sem við mismunandi gerðir af þurrlendi. Þeir eru á mörkum skóga og túna, beitilanda eða friðaðra svæða. Einnig við veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og við rjóður eða önnur opin skógarsvæði,“ segir Sigurður m.a. í pistlinum.

Smellið hér til að lesa meira.