Fara í efni
Mannlíf

Sigmundur: „Litla ísöld“ á Akureyri

„Frá því upp úr 1960, og allan þann rífa aldarfjórðung sem á eftir kom, reið litla ísöld yfir Akureyri, en líklega einkanlega á Syðri Brekkunni.“

Þannig hefst 20. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Hann heldur áfram: „Því litlu íbúðarhúsin hurfu undir snjó. Frá því í nóvember og fram í apríl. Og ef það var ekki kafaldsbylur, kyngdi kófinu niður í norðlensku logni, en þá var gónt á hundslappadrífuna dansa fyrir sjónum manns út um stofugluggann á kvöldin.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis