Fara í efni
Fréttir

Sesselía tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna

Akureyringurinn Sesselía Ólafs var í dag tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, í flokki barna- og ungmennabóka, fyrir Silfurberg. Bókin er frumraun Sesselíu sem skáldsagnahöfundar og útgefandi er Bókabeitan.

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna, Blóðdropans, voru kynntar í dag í Eddu, húsi íslenskunnar. 

Umsögn dómnefndar um bók Sesselíu er svohljóðandi: „Frumleg og skemmtileg saga úr heimi íslenskra ævintýra og þjóðsagna. Áhugaverðar og ólíkar persónur vinna saman í baráttu góðs við illt og úr verður hörkuspennandi saga sem hentar breiðum aldurshóp.“ 

  • Upplýsingar um alla höfunda sem eru tilnefndir má sjá hér 

Akureyri.net var nýlega með viðtal við Sesselíu þar sem hún sagði frá bókinni sinni. Þá sögðum við líka frá því að Sesselía fær þriggja mánaða listamannalaun til ritstarfa á nýju ári.