Fara í efni
Fréttir

Listamannalaun 2026 - Norðlendingar á listanum

Sesselía og Nína fá báðar þriggja mánaða listamannalaun til ritstarfa. Þær sendu báðar nýlega frá sér sínar fyrstu skáldsögur.

Listinn yfir þau sem hljóta listamannalaun fyrir árið 2026 hefur verið birtur. Nokkrir Norðlendingar eru á listanum. 

Til úthlutunar voru 1970 mánaðarlaun úr átta launasjóðum: hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda, tónskálda, kvikmyndahöfunda og Vegsemd fyrir listamenn 67 ára og eldri.  Umsækjendur voru 1.148, þar af 1.031 einstaklingur og 117 sviðslistahópar. Sjá má lista yfir útnefningar hér.

Akureyri.net renndi yfir nöfnin á listanum og sá þar nokkur kunnugleg nöfn að norðan. Sesselía Ólafs og  Jónína Herdís Ólafsdóttir, sem báðar gáfu út sínar fyrstu skáldsögur nýlega fá báðar þriggja mánaða laun til ritstarfa. Hjá tónlistarflytjendum fá þau Eyþór Ingi Jónsson, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir þriggja mánaða laun. Þá er Svavar Knútur á listanum yfir tónskáld sem fá þrjá mánuði á listamannalaunum. Þá fær Hlynur Hallsson fær sex mánaða laun úr launasjóði myndlistarmanna.

*Engin ábyrgð tekin á því að ekki leynist fleiri Norðlendingar á listanum en taldir eru upp hér að ofan.