Fréttir
Rannveig ráðin fjármálastjóri SAk
21.08.2025 kl. 09:00

Rannveig Jóhannsdóttir hefur gegnt stöðu fjármálastjóra tímabundið frá desember 2024, en hefur nú verið ráðin í starfið. Mynd: sak.is.
Rannveig Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra Sjúkrahússins á Akureyri frá og með 1. september. Þetta kemur fram í frétt Sjúkrahússins. Þar segir einnig:
„Rannveig er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá HR, hefur starfað við stofnunina í meira en 20 ár og er með umfangsmikla reynslu á sviði fjármála. Hún er með reynslu sem bókari og sem deildarstjóri skrifstofu fjármála hefur hún öðlast dýrmæta þekkingu og skilning á rekstri SAk, sem gerir hana vel í stakk búna til að leiða áframhaldandi þróun. Hún hefur gegnt tímabundnu starfi fjármálastjóra síðan í desember 2024 og hefur þá öðlast mikla reynslu af fjárhagsstjórn og stefnumótun innan stofnunarinnar.“