Fara í efni
Mannlíf

Rakel: Ætli næsta alda beri mér svör?

„Eftir vindasama daga er Öskjuvatn ekki ósvipað hafinu. Öldugangurinn er slíkur. Þegar ég sit í litlu fjörunni fyrir neðan Víti og fylgist með öldunum, verður mér hugsað til Ínu [von Grumbkow]. Hún kom hingað árið 1908 til þess að finna svör. Spurningarnar voru stórar, en unnusti hennar, Walther, hafði horfið hérna við vísindastörf árið áður.“

Rakel Hinriksdóttir, blaðamaður Akureyri.net, sinnir skálavörslu í Drekagili í nokkra daga og færir lesendum dagbók þaðan, Drekadagbók, eins og síðasta sumar.

„Öskjuvatn er 220 metra djúpt. Þegar ég horfi á hverja ölduna gusast á grýttan sandinn sem ég sit á, sé ég Ínu fyrir mér gera það sama. Ætli næsta alda beri mér svör? Kannski þarnæsta? Á einhverjum tímapunkti hefur hún þurft að standa upp, snúa baki við Öskjuvatni, Öskju og þagga niður þrána eftir svörum. Walther og kollegi hans, Max, fundust aldrei og engar haldbærar skýringar á hvarfi þeirra.“

Pistill dagsins: Steinvalan í öldugangi Öskjuvatns