Mannlíf
Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi
01.08.2025 kl. 09:45

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir fjallar í nýjum pistli um ótilhlýðilega framkomu (e. incivility), nýlegt hugtak sem notað er í vinnusálfræði, en það er faggrein sem vinnur að bættum samskiptum og heilsuvernd á vinnustöðum. „Skilgreina má ótilhlýðilega framkomu sem lúmska, endurtekna, andfélagslega framkomu, sem brýtur gegn óskrifuðum reglum um virðingu í samskiptum. Slík hegðun uppfyllir oft ekki skilyrði um ofbeldi eða einelti en getur að lokum leitt til slíks, sérstaklega ef litið er á svo slæma framkomu sem eðlilega á vinnustaðnum.“
Pistill Ólafs Þórs: Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi