Fara í efni
Íþróttir

Öruggur sigur og KA-stelpur á toppnum

Mynd af Facebook síðu KA

Kvennalið KA sigraði Aftureldingu örugglega, 3:0, á Íslandsmótinu í blaki í KA-heimilinu í dag og er nú eitt í efsta sæti þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. 

Liðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum, þá vann Afturelding 3:0 í þremur mjög jöfnum hrinum en KA-stelpurnar unnu allar hrinurnar afar sannfærandi í dag – 25:17, 25:19, 25:15.

Leikurinn var sá síðasti í fyrri krossumferð efstu þriggja liða í deildinni. KA hefur unnið bæði HK og Aftureldingu 3:0 og á eftir að mæta báðum aftur, HK heima og Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Af því loknu tekur við úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins.