Fara í efni
Fréttir

Óraunhæft að allir verði sammála

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður pólitísks stýrihóps um uppbyggingu miðbæjar Akureyrar, segir óraunhæft að allir verði sammála um hvern einasta hluta skipulags miðbæjarins. Sá veruleiki blasi við þegar jafn mikilvægt verkefni sé annars vegar. Niðurstaða umrædds stýrihóps, sem skipaður var eftir síðustu kosningar í því skyni að finna leið til þess að uppbygging gæti hafist sem fyrst, verður kynntur á fimmtudaginn. Hún verður sett fram sem drög að breytingu á deiliskipulagi.

„Síðustu sextán árin hefur ómæld vinna og fjármagn verið sett í að undirbúa uppbyggingu miðbæjarins, skýrslur gerðar, fundir haldnir, sérfræðingar fengnir að borðinu og nefndir skipaðar. Nú er mál að linni og að uppbygging miðbæjarins hefjist án frekari tafa,“ segir Hilda í aðsendri grein hér á Akureyri.net í dag.

Grein Hildu Jönu 

Svona voru hugmyndir skoska arkitektsins Graeme Massie og samstarfsmanna hans, sem sigruðu í samkeppni um skipulag miðbæjarins á sínum tíma. Síkið, sem var áberandi í tillögunni, er ekki að finna í þeim hugmyndum sem kynntar verða á fimmtudaginn.