Mannlíf
Ófögnuður sem er ógn við íslenska skóga
07.05.2025 kl. 09:45

Svokallaðar barkarbjöllur, eða Scolytinae, hafa valdið gríðarlegu tjóni á skógum víða um heim. Tjón af þeirra völdum má meðal annars sjá víða í Evrópu og Norður-Ameríku.
Sigurður Arnarson fjallar um fyrirbærið í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar.
Sigurður segir: „Sem betur fer hafa þær ekki valdið tjóni á Íslandi og lengst af hafa þær ekki einu sinni sést hér á landi. Svo bárust þau tíðindi að sumarið 2024 hafi þau Matthías Alfreðsson hjá Náttúrufræðistofnun og Brynja Hrafnkelsdóttir hjá Landi og skógi fundið barkarbjöllur á Íslandi. Því er ekki seinna vænna en skenkja þessum bjöllum nokkra þanka.“
Meira hér: Barkarbjöllur – ógn við íslenska skóga