Nýjar loftmyndir af Akureyri í kortasjá
Nýjar loftmyndir voru teknar af Akureyri í sumar og hafa nú verið birtar á kortasjá bæjarins https://www.map.is/akureyri/. Elstu myndirnar sem þar er að finna voru teknar árið 1958 og margar hafa án efa gaman af því að bera saman myndir síðan þá og þær nýju. Það er gert með því að velja tímaflakk efst til hægri á vefnum.
Í kortasjánni er einnig hægt að sjá skipulag bæjarins, lausar lóðir, ýmsa þjónustu og afþreyingu og upplýsingar um snjómokstur bæjarins svo dæmi sé nefnt. Þar má einnig finna upplýsingar um umferðarslys í bænum og ná þær upplýsingar aftur til ársins 2007 og koma úr gagnagrunni Samgöngustofu.

1958 - 2024 - Af kortasjá Akureyrarbæjar - Myndir: Loftmyndir ehf.
- Kortasjá bæjarins er unnin í samvinnu við Loftmyndir ehf. en fyrirtækið er hið eina á landinu sem á og rekur sérhæfðan búnað til að taka loftmyndir af stórum landsvæðum úr flugvél. Fyrirtækið sérhæfir sig í loftmyndatöku, gerð myndkorta og landlíkana sem og uppsetningu og rekstri vefkortalausna auk skyldra verkefna.
- Allar loftmyndir eru teknar úr flugvél og getur fyrirtækið boðið upp á loftmyndatöku allt árið með stuttum fyrirvara, að því er segir í tilkynningu. Frá árinu 1996 hafa Loftmyndir tekið árlega myndir í eigið safn. Í safninu eru nú til myndir af öllu Íslandi og tímaseríur af ýmsum svæðum eins og Akureyri.

Sundlaug Akureyrar og næsta nágrenni er gjörbreytt síðan efri myndin var tekin, árið 1958. Sú neðri var tekin í fyrra. Af kortasjá Akureyrarbæjar - Myndir: Loftmyndir ehf.

1958 - 2024 - Af kortasjá Akureyrarbæjar - Myndir: Loftmyndir ehf.
Vert er að geta þess að Loftmyndir ehf. úti þrívíddarvef https://3d.map.is/ af landinu öllu en fyrirtækið hefur síðastliðin 28 ár safnað saman þrívíður hæðargögnum. Ótal landmældir grunnpunktar eru notaðir til að staðfesta hæðir og brotlínur teiknaðar í þrívíðum tölvubúnaði til að draga fram þrengstu gil og skorninga. Gögnin sem hægt er að skoða á 3d.map.is koma úr þessum hæðargrunni og loftmyndirnar síðan lagðar ofan á hæðarlíkanið. Útkoman er hágæða landlíkan sem nær yfir allt landið.https://3d.map.is/