Fara í efni
Mannlíf

Miklar tilfinningar í Idol – MYNDIR

Jón Óðinn Waage, faðir Birkis Blæs, og Inga Björk Harðardóttir, eiginkona Jóns, skömmu eftir að tilk…
Jón Óðinn Waage, faðir Birkis Blæs, og Inga Björk Harðardóttir, eiginkona Jóns, skömmu eftir að tilkynnt var að Birkir hefði sigrað í Idol keppninni í gærkvöldi. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Fjölskylda Birkis Blæs Óðinssonar fagnaði að vonum gríðarlega þegar tónlistarmaðurinn ungi sigraði í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 í gærkvöldi. Stór hópur ættingja Birkis var í Globen höllinni (Avicii Arena) í Stokkhólmi þar sem úrslitaþátturinn fór fram, þar á meðal foreldrar hans og makar þeirra.  Myndir Guðmundar Svanssonar segja meira en mörg orð um stemninguna. Myndasyrpa var fyrst birt fljótlega eftir að keppni lauk í gærkvöldi en fleiri myndum hefur nú verið bætt við. Sjón er sögu ríkari!