Fara í efni
Mannlíf

Mikill áhugamaður um að skipta um bíla

Bílar léku býsna stórt hlutverk í lífi Orra Páls Ormarssonar þegar hann var að vaxa úr grasi. Hann hefur reyndar engan áhuga á bílum sjálfur en faðir hans, Ormarr Snæbjörnsson, „er mikill áhugamaður um bíla eða öllu heldur mikill áhugamaður um að skipta um bíla,“ eins og Orri Páll kemst að orði í stórskemmtilegu Orrablóti dagsins.

Pistlar Orra Páls, hins frábæra blaðamanns Morgunblaðsins, birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag. Þar rifjar hann upp eitt og annað frá æskuárunum á Akureyri og skrifar meðal annars í dag:

Í gamla daga á Akureyri kvað svo rammt að þessu að starfsmenn einnar bílasölunnar, sem ég man ekki hvað hét, hengdu ljósmynd af þessum uppáhaldsviðskiptavini sínum upp á vegg. Fræg er sagan af því þegar Indriði Úlfsson, skólastjóri og yfirmaður pabba í Oddeyrarskólanum, kom inn á téða bílasölu. Þegar hann sá myndina varð honum að orði: „Er þessi til sölu?“

Orrablót dagsins: Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?