Fara í efni
Fréttir

Leiðir til að auka framboð og lækka verð

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið? er yfirskrift fimmtu og síðustu greinar Benedikts Sigurðarsonar um húsnæðismarkaðinn sem akureyri.net hefur birt í vikunni. Greinaflokkinn kallar hann Húsnæðismarkaður í klessu og þar fer Benedikt um víðan völl.

Í dag fjallar Benedikt um þessi fimm atriði:

  • Skilgreina þarf íbúðir í þéttbýli sem heimili og áskilja lögheimilskvöð þannig að annað hvort sitji eigendur íbúð eða langtíma leigu-/búseturéttarsamningi sé þinglýst á eignina.
  • Sveitarfélög þurfa að standa við þá skyldu að ganga frá skipulagi og lóðamálum þannig að unnt verði að byggja íbúðir af allskonar gerðum og stærðum – og í mismunandi rekstrarformum - þannig að bæði ríkir og fátækir, ungir og eldri og margvísleg sambýlisform finni hagkvæman stað til að njóta búsetuöryggis. 
  • Neytendavæðing íbúðabygginga - er líklegast leiðin til að rjúfa skortstöðuna og fákeppnisokur á bankamarkaði og þar sem margir stærri verktakar hafa breytt sér í fjárfestingar(brask)félög.
  • Brýnt er að innleiða regluverk um leigumarkað - eins og best hefur gefist meðal þýskumælandi Evrópu og í Svíþjóð og útiloka íbúðahamstur og tilviljanakenndar breytingar frá leigu- og yfir í séreign. 
  • Viðvarandi íbúðaskortur verður ekki upprættur nema með stórfelldu byggingarátaki - - í anda „Viðlagasjóðs“ - þar sem kannski 20 þúsund íbúðareiningar verða byggðar til hliðar við hinn almenna fjárfestadrifna markað. 

Bankarnir yrðu neyddir til „að keppa“ um viðskipti

Þá fjallar Benedikt um banka og vexti. Hann segir ríkisstjórnina „bókstaflega í dauðafæri“ til að rjúfa fákeppnisokur bankanna með því einu að setja Landsbankanum breytta stefnu. Stefnu sem lækki verulega arðsemiskröfu bankans og minnki þannig vaxtamuninn. „Á grundvelli markaðshlutdeildar Landsbankans mundu hinir bankarnir neyddir til „að keppa“ um viðskipti - - og þyrftu þá um leið að lækka sína vexti.“

  • 5. og síðasta grein Benedikts:

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?